top of page

Verð og leiðbeiningar

Mikilvægt er að lesa leiðbeiningarnar áður en myntin er sett í kassann og fylgja þeim, skref fyrir skref til að fá sem árangursríkastan þvott.

Efnin vinna saman og byggja hvert ofan á annað vörn á bílinn í þeirri röð sem leiðbeiningar segja um, ef rangt er í ferlið farið vinna þau ekki saman og þvotturinn verður ekki eins áranguríkur fyrir vikið.

Setjið mynt í sjálfsalan, snúið hnappinum á sjálfsalanum á þá aðgerð sem óskað er. Tjöruleysi, ef það á við eða háþrýstiþvott ef ekki þarf að tjöruþvo bílinn.

Aldrey skal setja kústinn á bílinn fyrir en eftir háþrýstiþvott.

Byrjið á tjöruleysi, síðan er bíllinn háþrýstiþveginn, þegar að allri tjöru og sandi hefur verið smúlað vel að bílnum skal snúa hnappi (á sjálfsalanum) á kúst og rennt létt yfir bílinn með freyðandi sápunni að því loknu er stillt á bón og smúlað vel yfir bílinn í lokin.

- Einfaldara verður það ekki.

Hægt er kaupa þvottamynt, litla 10mín eða stóra 15,50mín, á afgreiðslustöðvum OLÍS í Reykjanesbæ.

-------------------------------------------------

  • Fyrir hverjar 100kr færðu 50 sek af þvottatíma.

  • Þrif á smábíl eða litlum fólksbíl tekur um 10 mín, u.þ.b 1200kr = 1 lítið þvottamynt

  • Þrif á stórum fólksbíl, skutbíl eða smájeppling tekur almennt um 15 mín u.þ.b 1800kr = 1 stórt þvottamynt

  • Þrif á stórum jeppling eða óbreyttum jeppa  tekur almennt um 20 mín u.þ.b. 2400kr = 2 lítil þvottamynt.

  • Þrif á stórum jeppa, húsbíl eða sendibíl tekur almennt um 25 mín  u.þ.b. 3000kr = 1 lítið og 1 stórt þvottamynt eða uppúr eftir stærð.

 

  • ATHUGIÐ Fyrsta skiptið gæti kostað aðeins meira ef kunnátta á slíkar þvottastöðvar er ekki fyrir hendi.

Fyrir ofantalin verð þværðu bílinn inní skjóli, með öllum efnum sem þarf fyrir bílaþvott innan seilingar, öll efni fara svo í safnskilju sem er svo fargað á umhverfisvænan hátt.

Þægindin, aurasparnaðurinn og tímasparnaðurinn eru ótvíræð, s.s. enginn slanga að draga út heima hjá sér og hafa skítugt og sleipt plan eftir þvottinn. Litri af tjöruleysi út í búð kostar um 1300 kr, þá á eftir að kaupa sápu og vörn á bílinn, ekki flókið reiknisdæmi þar.

bottom of page