top of page

Stöðin

Bílabaðið var opnað 3. júlí 2004 af Jóni Trausta Jónssyni við mikinn fögnuð bifreiðaeigenda í Reykjanesbæ. Í fyrstu voru einungis þrjú bil  og ein ryksuga en vegna mikillar eftirspurnar   og aðsóknar í stöðina þurfti að huga að stækkun. Framkvæmdir á stækkun stöðvarinnar  hófust síðla árs 2006 og voru bætt við tveimur þvottabilum til viðbótar. Formleg opnun nýrrar þvottastöðvar var 22. desember 2006. Í dag eru í stöðinni fimm þvottabil og tvær öflugar ryksugur.

Bílabaðið er sjálfsþjónustu bílaþvottastöð, bifreiðaeigendur bera því sjálfir ábyrgð varðandi alla notkun á aðstöðu og tækjum þegar þeir koma inn á lóð Bílabaðsins, ætlast er til að notendur skilji við sig þvottabilin eins og þeir myndu sjálfir vilja koma að þeim s.s. snyrtilegum, gengið frá áhöldum, á rétta staði og skilja ekki eftir sig rusl eða anna óþrifnað í þvottabilum eða á bílaplani.

Eftirfarandi reglur gilda í Bílabaðinu.

  • Þvottastöðin er ekki bifreiðaverkstæði, allar viðgerðir á bifreiðum eða öðrum hlutum í þvottabásum eða bílaplani er með öllu bannað, öflugt eftirlitskerfi er í þvottabili og á plani. Reikningur uppá 5000 kr fyrir hverjar 10 mín verður sendur á þá eigendur bifreiða sem misnota aðstöðuna í þessum eða öðrum tilgangi.

  • Reykingar og/eða notkun eldfæra er bönnuð.

  • Þrif innan úr hestakerrum, kerrum og pöllum sem eru með sand, mold, laufblöðum eða hverskyns byggingarefnum er bannað.

  • Þrif á vörubílum og vinnuvélum er bannað.

  • Þrif á torfærutækjum t.d. krossurum og fjórhjólum er bannað nema gólf sé skolað eftir þrif ef mold og drulla eftir utanvegaakstur er á gólfi.

  • Bannað er með öllu að koma með eigin efni í þvottastöðina að utanskyldu felguhreinsi( önnur efni brotna ekki niður með efnum sem boðið er uppá í stöðinni og geta því valdið sveppamyndun í skilju við það getu skilja stíflast með tilheyrandi vandamálum)

  • Bannað er að þurrka bíla inní þvottabilum milli 10 og 22, þó gildir ávallt sú regla að fjarlæga eigi bílinn úr þvottabili eftir þrif ef aðrir eru að bíða eftir þvottabili.

  • Bannað er að svampa bíla inní þvottabilum milli 10 og 22, þó gildir ávallt sú regla að fjarlæga eigi bílinn úr þvottabili eftir þrif ef aðrir eru að bíða eftir þvottabili.

  • Bannað er að þrífa bílinn að innan inní þvottabili milli 10 og 22, þó gildir ávallt sú regla að fjarlæga eigi bílinn úr þvottabili eftir þrif ef aðrir eru að bíða eftir þvottabili.

  • Bannað er að skilja eftir rusl í þvottabilum eða á bílaplani, reikningur verður sendur fyrir hreinsun og förgun á rusli sem skilið er eftir við eða í aðstöðunni. Við ryksugurnar eru ruslatunnur sem eru ætlaðar smárusli úr bifreiðum t.d. kaffibolla, fernur, sælgætisumbúðir, bréf og þessháttar. Pizza kassar, brúsar, húsgagnaumbúðir, heimilissorp, flísar, timbur, járn og svo lengi mætti telja á ekki heima í ruslutunnum Bílabaðsins.

Ef aðilum líkar ekki við efnin eða þvottakústana sem boðið er uppá í Bílabaðinu þá er því velkomið að þrífa bílinn sinn annarstaðar.

Almenn tillitssemi og kurteisi skal ávallt vera í hávegi höfð við notkun á aðstöðunni.

bottom of page